3. maí 2005

I got ants in my pants

.... söng James Brown hress í bragði eftir að norsku gæjarnir í A-ha höfðu kyrjað um að hin blíðu regn apríl væru yfirstaðin.

Ég varð vitni að atviki í dag sem kom mér svoldið á óvart, átti ekki von á því sem átti sér stað. Kannski ef ég hefði hugsað um það, hefði ég getað séð það koma.
Ung sál í átökum við sjálfan sig og þar með lífið og tilveruna, tók á öllu sínu og lét undan í skamma stund.

Miles Davis tekur við kyndlinum og blæs á sálina á hinni lifandi illsku, "Nem Um Talvez" "ekki möguleiki".

Bylgjur.... lífið gengur í bylgjum. Öldu-dölum og -toppum. Um að gera að vagga fleyinu ef það er ládautt. Það vaggar ekki af sjálfu sér.
"I might be wrong" kvað Útvarpshöfðið á Amnesiac. Billy Joel var ekki heldur viss í sinni sök "I may be crazy, But it just may be a lunatic you're looking for"

Leitið og þér munið finna, týnið og þér munið leita, saknið og þér munið þrá, þráið og þér munið leita. Spurning hvað knýr okkur þegar við höfum fundið.

"Gracias a la vida"

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker