1. maí 2005

Meðmæli:

Sunnudaginn 1. maí verða haldnir tónleikar á Pravda kl. 22. Á tónleikunum leika:

Andrew D'Angelo á altósaxófón og bassaklarinett
Hilmar Jensson á gítar
Skúli Sverrisson á bassa og
Matthías Hemstock á trommur.

Andrew D'Angelo er búsettur er í New York og er hér í stuttri heimsókn en hann og Hilmar eru á leið til Bandaríkjanna í tónleikaferð ásamt trommuleikaranum Jim Black. Þó svo að tónlistarmennirnir fjórir hafi leikið saman í ólíkum samsetningum í meira en áratug þá er þetta í fyrsta sinn sem þeir leika saman sem kvartett. Andrew er þekktur fyrir leik sinn með Matt Wilson, Human Feel, Tim Berne og fleirum og hefur verið áberandi í tónlistarflóru New York borgar um árabil auk þess sem hann hefur leikið víða um heim með ýmsum tónlistarmönnum.

Skúli Sverrisson er einn eftirsóttasti bassaleikarinn í NY og hefur leikið um heim allan með Laurie Anderson, Pachora, Chris Speed, Blonde Redhead, Allan Holdsworth o.fl.

Hilmar Jensson hefur verið atkvæðamikill í íslensku tónlistarlifi um árabil en hefur auk þess leikið víða um heim m.a. með Jim Black, Tilraunaeldhúsinu, Arve Henriksen og eigin sveitum.

Matthías Hemstock hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi og leikið með fjölda tónlistarmanna og hópa allt frá Sinfóníuhljómsveit Íslands til Rússíbana. Hann hefur og leikið víða um heim m.a. með Jóhanni Jóhannssyni.

Tónleikarnir hefjast kl. 22, aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker