19. maí 2005

Allir á Eyjó...!!!Laugardag 21. maí útskrifast Eyjólfur Þorleifsson frá Jazz- og Rokkdeild
Tónlistarskóla FÍH og að því tilefni heldur hann útskriftartónleika.

Eyjólfur hefur hefur komið víða við í tónlistinni undanfarin ár.
Hann spilaði meðal annars með hinni merku hljómsveit Jagúar í um tvö ár.

Í sumar kemur svo út fyrsta geislaplata Eyjólfs sem ber heitið Tónar.
Þar hefur hann fengið til liðs við sig einvalalið hljóðfæraleikara og eru
Tómas R. Einarsson, Sigtryggur Baldursson og Hildur Guðný Þórhallsdóttir
meðal þeirra sem þar gefur þar að heyra. Þessi nýja geislaplata inniheldur
eingöngu tónlist eftir Eyjólf.

Auk þessa að gefa út sínar eigin tónsmíðar
hefur Eyjólfur spilað inn á fjölda platna og tekið þátt í tónleikum
með mörgum helstu tónlistarmönnum hérlendis.
Hann var meðal annars með stóra tónleika á Jazzhátíð Reykjavíkur
síðastliðið haust sem voru kveikjan að plötunni Tónar.

Útskriftartónleikarnir munu eingöngu innihalda lög úr smiðju
Eyjólfs sem hafa ekki heyrst áður og koma vonandi út á
geislaplötu síðar á þessu ári.

Hljómsveitina skipa:

Eyjólfur Þorleifsson tenór saxófónn
Scott McLemore trommur
Ómar Guðjónsson gítar
Pétur Sigurðsson kontrabassi

Tónleikarnir verða haldnir í sal FÍH, Rauðagerði 27 og hefjast kl.17.00.
Aðgangur er ókeypis og öllum frjáls meðan húsrúm leyfir!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker