31. ágú. 2007

Boy meets girl ... etc... sannleikurinn um ástina og hjónabandið... ;-)



Frá: http://www.wellingtongrey.net/miscellanea/archive/2007-08-27--wellington-grey-gets-married.html

Læknar og kukl...

Svanur Sigurbjörnsson skrifar á bloggi sínu:

Um miðbik 20. aldarinnar náði virðing almennings fyrir nútíma læknisfræði og vísindum hámarki. Stórfelldar framfarir urðu á sviðum skurðlækninga og smitsjúkdómalækninga og ungbarnadauði minnkaði á dramatískan máta. Læknar voru litnir á sem eins konar guðir því fólkið var þeim og vísindunum svo þakklátt og taldi þá vita best. Fólk sá að vísindin og rökhyggjan virkaði og bætti lífsgæði þeirra á mjög áhrifaríkan máta.

Nú 40-50 árum síðar er þetta óðar að gleymast. Fólk er vant því að fá
.... lesa meira #

-----------

Í samhengi við þetta langar mig að benda fólki á að skoða þátt Richard Dawkins "Enemies Of Reason". Fyrri hluti þáttarins virðist ekki vera inni á video.google í augnablikinu en seinni hlutinn (sá er fjallar einmitt um læknavísindin, kukl og fjárplógastarfsemi þeirra sem stunda hjátrúar"lækningar") er hægt að sjá HÉR!

29. ágú. 2007

:-D .. þetta er pínu fyndið ....



Comedian Rick Miller performs Queen's "Bohemian Rhapsody" using the 25 most annoying voices in the music industry.

In order of impersonations:
Bob Dylan
Neil Young
Michael Bolton
Corey Hart
Willie Nelson
Johnny Cash
Jon Bon Jovi
Robbie Robertson
Neil Diamond
Aaron Neville
Dennis DeYoung (Styx)
Barney the Dinosaur
Steven Tyler (Aerosmith)
Any Annoying Lead Guitarist
Meatloaf
Crash Test Dummies
Tom Petty
Beck
The B-52's
Brian Johnson (AC/DC)
James Hetfield (Metallica)
Mick Jagger (Rolling Stones)
Ozzy Osbourne
Julio Iglesiais
Bobby McFerrin
Andrea Bocelli
Axl Rose (Guns N Roses)

28. ágú. 2007

Með kaffinu.....

Ljóskumælgi! Beint á vídjóið hér.

Frá: http://onegoodmove.org/1gm/
--------------------------------------------------------------------------------

Hvað borða álfar?
:-D
--------------------------------------------------------------------------------

Nikon D300, previewed .... freistandi ... freistandi.... svo er líka væntanleg "full frame" vél frá Nikon.
--------------------------------------------------------------------------------

Nýjar myndir reglulega: http://www.flickr.com/photos/siggidori/

Svo er kallinn kominn á fésbókina: http://www.facebook.com/profile.php?id=554174552



Sigurdór Guðmundsson's Facebook profile

23. ágú. 2007

Hjónaband :-)

Jæja... hvað er títt?



Þá er maður búinn að vera kvæntur maður í tæpan mánuð (þegar þetta er skrifað). Skemmtilegur dagur sem mun lifa í minningunni eins og vera ber. :-)

Athöfnin (sem var kl. 14:00) tók ekki langan tíma en veislan stóð svo fram yfir miðnætti. Eftir heimkomuna til Íslands þá blésum við til smá veislu handa systkynum foreldra minna.



En endilega tékkið á myndunum (sem eru að mestu teknar af Michael, stjúpa Sice, en eru unnar af mér). Hér er sk. gestalinkur á brúðkaupsmyndirnar en þá sjást fleiri myndir en venjulega. (Klikkið á litlu myndirnar til að sjá þær stærri)

Getting ready...

24. júl. 2007

DK.

Allt gott að frétta héðan. Undirbúningur fyrir brúðkaup gengur hægt og bítandi. Fjölskylda mín kemur hingað á morgun, þannig að þetta fer að þéttast allt saman.

Hér rignir reyndar ansi ýtarlega í augnablikinu, þannig að vonandi verður það yfirstaðið á laugardaginn (brúðkaupsdaginn), þar sem planið er að halda athöfnina utandyra hér í Hingeballe.

Andreas Úlfur hefur það líka gott hér í sveitinni og dafnar sem aldrei fyrr.

Við náðum þessu myndbroti af honum í gærkvöldi þar sem hann var í góðu stuði að hlæja að nánast engu. Hann hefur ekki hlegið svona mikið áður, held ég. Gaman að þessu. :-)



Fyrir þá sem finnst uppfærslur á þessu bloggi vera fátíðar þá bendi ég á flickr síðuna, þar sem myndirnar fá að tala sínu máli.

T.d.
Danmörk - Júlí 2007

Dagatalið

Annars bara allir í stuði?

8. júl. 2007

Sveitasæla


Sigurdór og Andreas Úlfur
Originally uploaded by Sice



Já já, svei mér þá... nóg að snúast í sveitinni. Heimsækja fólk, sinna barni og búi, skipuleggja brúðkaup vort nú og allskonar tilfallandi stuð.

Bendi á nokkrar nýjar möppur á flickr síðunni minni.

Danmörk - Júlí 2007

Ásdís Birta - 1 árs afmælisveisla.

17. Júní 2007

Eyvindarhólar og nágrenni. Júní 2007 -

hmm... já við erum sem sagt að fara að gifta okkur ef einhver var ekki búinn að frétta af því. :)
Kominn tími til enda setið í festum í hátt á þriðja ár, þar sem við trúlofuðum okkur þann 12. des. 2004.

Þá... (nokkrum vikum fyrir trúlofnunina)

Nú... (nokkrum vikum fyrir brúðkaupið)
:) + :)

Fjörið verður (að öllum líkindum) haldið í garðinum í Hingeballe í faðmi fjölskyldu og vina. Svo verða reyndar auka teiti á Íslandi þegar heim verður komið (meira um það síðar).

Þannig að... í nógu að snúast.

hmm.. já svo hefur karlinn verið kaupglaður í meira lagi að undanförnu... nýr fákur er nú til taks og svo bætti ég aðeins í myndavéla sarpinn, fékk mér tvær linsur, Sigma 17-70mm og Nikkor 50mm og svo Nikon SB-600 flass.

Allir hressir annars ?

5. júl. 2007

Andreas Úlfur spinnur á píanóið í Hingeballe

Fyrstu kynni Andreasar Úlfs af píanói. :)

Spuninn í blóð borinn, nokkuð impressionískur, minimalískur og lágstemmdur, (hehe).
Faðirinn truflar hann reyndar aðeins í restina.




28. jún. 2007

Kenya á Gauknum í kvöld!

Hellú.

Ég verð að spila neo-soul-R&B með Kenya á Gauknum í kvöld. Húsið opnar kl. 20 og hefjast tónleikarnir upp úr því.

Hægt er að prenta út boðsmiða á mæspeis-síðu hennar, hérna!
Einnig er ég með nokkra miða í vasanum ef einhver hefur á huga, þá hafið þið bara samband við kallinn.

Ásamt mér eru í bandinu:
Sigurður Rögnvaldsson á gítar.
Egill Antonsson á hljómborð.
Kjartan "Diddi" Guðnason á trommusett.
Bjartur Guðjónsson á slagverk o.fl.
Jason Harding syngur og spilar á hljómborð og saxafón.

Kenya syngur og ásamt tveimur bakraddar systrum.


Sjáumst.

22. jún. 2007

9. jún. 2007

Hláturinn...

Andreas Úlfur hló (alvöru hlátri), í fyrsta skipti rétt áðan, að honum föður sínum, innilega og smitandi.

Vildi bara deila þessu smáatriði með ykkur.

:-)

4. jún. 2007

Atriði sem gæti verið athyglisvert/gaman að sjá á "Aarhus International Jazz Festival 2007"

13-07
16:00
Westergård/Vuust/Lindgren
Kristian Westergård (g), Peter Vuust (b), Jeppe Lindgren (drm)Klostertorvet
8000 Århus C

15-07
13:00
Lovedale feat. Cuong Vu (DK/US)
Jesper Løvdal (t-sax, s-sax, cl), 
Jakob Anderskov (p), Jonas Westergaard (b), 
Anders Mogensen (drm), Cuong Vu (trp)
Klostertorvet
8000 Århus C


15-07
21:00
Tomasz Stanko “Balladyna” (PL/SE/US/DK)
Tomasz Stanko (trp), Anders Jormin (b), Tim Berne (sax), Stefan Pasborg (drm)
VoxHall
Vester Allé 15
DK-8000 Århus C


16-07
21:00
Jakob Bro Nonet (DK/US)
George Garzone (t-sax), Andrew D’Angelo (b-cl), Jesper Zeuthen (a-sax), Søren Kjærgaard (p, Würlitzer, key), Anders Christensen (b), Nicolai Munch-Hansen (b), Kresten Osgood, Jakob Høyer (drm), Jakob Bro (g)
VoxHall
Vester Allé 15
DK-8000 Århus C

17-07
14:00
Blood Sweat Drum´n Bass Big Band feat. Jørgen Munkeby (DK/NO)
Jens Christian ”Chappe” Jensen (dir), Turi Guldin Laursen, Gunhild Overegseth (voc), Ole Visby (s-sax), Julie Kjær (a-sax), Jacob Danielsen, Nicolai Schneider (t-sax), Harald Langåsdalen, Mette Rasmussen (b-sax), Søren ”Phille” Jensen, Bente Hjort, Rene Damsbak. H.C. Erbs (trp, flh), Mark Chemnitz Laustsen, Jens Kristian Bang, Kirstine Kjærulff Ravn, Frank Herbsleb (trb), Kasper Ravnsborg Falkenberg, Jens Chr. Kwella (g), Kasper Bjerg, Rasmus Kjær (key), Sidsel Foged Hyllested, Rune Werner (b), Espen Laub von Lillienskjold, Jais Poulsen (drm), Magnus Lindegaard Jochumsen (perc), Jørgen Munkeby (sax, fl, synth, g, voc m.m.)

Ridehuset
Vester Allé 1
DK-8000 Århus C


17-07
20:00
Laswell/Molvaer Group (US/NO)
Nils Petter Molvaer (trp), Bill Laswell (b), Eivind Aarset (g), Ayid Dieng (perc), Guy Licata (drm)
Train
Toldbodgade 6
DK-8000 Århus C


17-07
21:00
Berne/Bjerg/Mehlsen (US/DK)
Tim Berne (sax), Kasper Bjerg (key), Søren Mehlsen (drm)
VoxHall
Vester Allé 15
DK-8000 Århus C

18-07
20:00
Eliane Elias Quartet (BR/US)
Eliane Elias (voc, p), Marc Johnson (b), Satoshi Takeishi (drm), Rubens de LaCorte (g)
Musikhuset Aarhus
Thomas Jensens Allé
DK-8000 Århus C

19-07
16:00
Ryde-Kwella-Knudsen
Niels Ryde (b), Jens Christian Kwella (g), Jesper Bo Knudsen (drm)
Klostertorvet
8000 Århus C

21-07
13:00
Brumbasserne feat. Signe Hjort
Jacob Venndt (b), Thomas Sejthen (b), Jens-Kristian Andersen (b) + Signe Hjort (poetry)
Klostertorvet
8000 Århus C


Já... margt í boði, maður gæti þurft að velja og hafna. Svei mér þá.

Með kaffinu.

Að sjálfsögðu fagna ég reyklausum veitingahúsum, það verður athyglisvert að spila á (vanalegu) búllunum og geta jafnvel sleppt því að fara í sturtu þegar heim er komið og jafnvel farið í sömu fötin dagin eftir (GISP!)



.......

Cigarette Smoke Alters DNA In Sperm, Genetic Damage Could Pass To Offspring.

...........

Richard Dawkins and Alister McGrath
http://video.google.com/videoplay?docid=6474278760369344626
(This interview was filmed for the TV documentary "Root of All Evil? - The God Delusion - The Virus of Faith" but was left out of the final version. Time restrictions dictated that not all interviews filmed could be used. This was especially regrettable in the case of the McGrath interview, which is therefore offered here now, unedited.)

................

Ómanneskjulegt samfélag
"Hvernig er að alast upp í þjóðfélagi þar sem lífsskoðanir manns eru ekki virtar til jafns við þær sem ríkið hefur ákveðið að skuli ríkja?"
http://www.vantru.is/2007/06/03/09.00/

-----

Hópaþróun: gagnlegt tæki
http://hugsandi.is/article/174/hopathroun-gagnlegt-taeki

-------

How to convert .flac files to .mp3 using Windows

---

Sumarfrí.

Vei.

Það var í nógu að snúast seinust vikuna í skólunum fyrir sumarfrí. Kennarafundir, skriffinnska, skólaslit og kennarahittingar (myndir koma síðar).

Menn Ársins spiluðu á "UPPSKERUHÁTÍÐ HESTAMANNAFÉLAGSINS SÖRLA 2007" um helgina. Óli Hólm sat í trommustólnum sem afleysingamaður fyrir Didda.

Spurning hvort það væri farsælt að staðfæra texta/lög fyrir hvert tilefni..?! Þá hefði fyrsta sett litið svona út.

50 Ways to leave your horse
Solsbury horse - Peter Gabriel
Ride together - Beatles
(If you love horses) Set them free - Sting
Horse with no name - America (ömm....)
Heard it through the horsefence
Horse of gold
It's my horse – Talk talk
horsy afternoon - Kinks (nah...)
Horse in the sky – Alan Parsons project
Logical horse - Supertramp
Joker - Steve Miller Band (.....hmmm)
Horse Police - Radiohead
500 miles (on a horse) - Proclaimers
Give a little horse - Supertramp
Horse in a bottle - Police
Don't let me down (on a horse)- Beatles
I wish (me a horse), Stevie Wonder
Clocks - Coldplay (...hmmm)

Ég hefði kannski átt að klára fyrsta kaffibollan í sumarfríinu áður en ég skrifaði færsluna... :-)
Annars er garðurinn hjá mér fullur af unglingum sem eru að taka hann í gegn. Ég var vakinn upp (og restinn af familíunni) við ghettóblaster á fullu og sláttuorf á fullu gasi, allt allt of snemma (verandi B mannseskja (ef ekki C), í sumarfríi).

Já... sumarið er.... tíminn..... til að slá gras.

25. maí 2007

Heilabrot .... hmm

Sbr. séð hjá Kidda:

Sigurdór, you are Right-brained



Most right-brained people like you are flexible in many realms of their lives. Whether picking up on the nuances of musical concerto, appreciating the subtle details in a work of art, or seeing the world from a different perspective, right-brained people are creative, imaginative, and attuned to their surroundings.

People probably see your thinking process as boundless, and that might translate to your physical surroundings as well. Some people think of you as messier than others. It's not that you're disorganized, it's just that you might use different systems to organize (by theme, by subject, by color). Straight alphabetization and rigidly ordered folders are not typical of right-brained behavior.

You are also more intuitive than many. When it comes to reading literature, you probably prefer creative writing or fiction over nonfiction. And when it comes to doing math, you might find you enjoy geometry more than other forms like algebra.


http://web.tickle.com/tests/brain/index_main.jsp

23. maí 2007

Endasprettur .... nóg að gera!

Nóg að gera þessa dagana. Skólastarfið er á endasprettinum.
Samspilin mín í Reykjanesbæ og Mosfellsbæ héldu sameiginlega tónleika á Domo á laugardaginn og háði ég þar mitt fyrsta "gigg" á trommusett með Mósó-bandinu sökum skyndilegs forfalls trymbilsins, var það og hressandi. Böndin stóðu sig mjög vel og mega vel við una.
Menn Ársins spiluðu síðan á Hressó um kvöldið, stemmingin góð að venju.

Verst hefur mér þótt að missa af nokkrum tónleikum sem mig hefur langað að kíkja á, en svona er þetta stundum, ekki hægt að vera allstaðar.

Á mánudaginn voru deildartónleikar hjá rafbassanemendum í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Þeir sömu heyja svo árs- og stigspróf í dag (miðvikudag), Mosfellingar svo á föstudag.

hmmm... hvað meira .. jú kominn með miða á E.S.T. .... vííí!
Svo verður félagslífið með blóma á næstunni, afmæli og innflutningspartí svo fátt eitt sé nefnt! Talandi um afmæli ... þá er 23. maí eitthvað kunnuglegur í því sambandi.


(klikkið hér til að sjá myndina stærri)




Sumarið fer að bresta á.....!

18. maí 2007

Trúarlegt einelti

.
Í þessu broti úr fréttaskýringaþættinum 20/20 sjáum við hvað sumir trúleysingjar þurfa að kljást við í Bandaríkjunum. Frá: http://www.vantru.is/2007/05/17/08.00/

16. maí 2007

Ef þú ástsælist 'hvern, þá gjör frjálsa....

Ég var að "pikka upp" "If You Love Somebody Set Them Free" með Sting, fyrir æfingu hjá (hljómsveitinni) Menn Ársins. Datt í hug að leita mér að myndbandinu.


Spurning um að fara alla leið með pakkann og dansa eins og Darryl Jones. Je!



Flott band hjá Sting.
Omar Hakim, Daryl Jones, Kenny Kirkland (1955-1998) og Branford Marsalis. Ekki dónalegt.


Menn Ársins verða að spila á Hressó n.k. laugardag, 19. Maí, milli kl. 22 og 01.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker