4. jún. 2007

Sumarfrí.

Vei.

Það var í nógu að snúast seinust vikuna í skólunum fyrir sumarfrí. Kennarafundir, skriffinnska, skólaslit og kennarahittingar (myndir koma síðar).

Menn Ársins spiluðu á "UPPSKERUHÁTÍÐ HESTAMANNAFÉLAGSINS SÖRLA 2007" um helgina. Óli Hólm sat í trommustólnum sem afleysingamaður fyrir Didda.

Spurning hvort það væri farsælt að staðfæra texta/lög fyrir hvert tilefni..?! Þá hefði fyrsta sett litið svona út.

50 Ways to leave your horse
Solsbury horse - Peter Gabriel
Ride together - Beatles
(If you love horses) Set them free - Sting
Horse with no name - America (ömm....)
Heard it through the horsefence
Horse of gold
It's my horse – Talk talk
horsy afternoon - Kinks (nah...)
Horse in the sky – Alan Parsons project
Logical horse - Supertramp
Joker - Steve Miller Band (.....hmmm)
Horse Police - Radiohead
500 miles (on a horse) - Proclaimers
Give a little horse - Supertramp
Horse in a bottle - Police
Don't let me down (on a horse)- Beatles
I wish (me a horse), Stevie Wonder
Clocks - Coldplay (...hmmm)

Ég hefði kannski átt að klára fyrsta kaffibollan í sumarfríinu áður en ég skrifaði færsluna... :-)
Annars er garðurinn hjá mér fullur af unglingum sem eru að taka hann í gegn. Ég var vakinn upp (og restinn af familíunni) við ghettóblaster á fullu og sláttuorf á fullu gasi, allt allt of snemma (verandi B mannseskja (ef ekki C), í sumarfríi).

Já... sumarið er.... tíminn..... til að slá gras.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker