
Skúli átti snilldar forspila að einu laginu, sem fékk mann bara til að langa í meira af slíku. SNILLD.
Fleiri myndir hér.
Hér má heyra viðtal við Jim Black, þar sem hann talar um tónlist og lagasmíðar sínar. Viðtalið er um miðbik þáttarinns.
Á eftir viðtalinu við Jim Black er pistill um "Hagræn áhrif tónlistar" þar sem talað er við Ágúst Einarsson prófessor við Viðskipta- og hagfræðideild. En hann flutti í dag (3. nóvember, kl. 12.15), erindið "Hagræn áhrif tónlistar" í málstofu á vegum Hagfræðistofnunar og Viðskiptafræðistofnunar í Odda stofu 101.
Úr auglýsingu:
"Í málstofunni kynnir Ágúst niðurstöður rannsókna sinna á hagrænum áhrifum tónlistar, en líkön í stefnumótun og markaðsfræðum henta vel til greiningar á stöðu tónlistar. Áhrif tónlistar og tónlistarmenningar á hagkerfið eru oft vanmetin en sem skapandi atvinnugrein skiptir tónlistariðnaðurinn verulegu máli og hefur umtalsverð og víðtæk áhrif. Fjölmargir hafa atvinnu af tónlist og bein og óbein áhrif á aðrar atvinnugreinar, s.s. ferðaþjónustu, eru mikil. Alþjóðahugsun og gott skipulag tónlistarskóla hefur einnig skilað miklu til framgangs tónlistar hérlendis."
Orð í tímatöluð.