
Þannig að við erum afskaplega sátt við lífið og tilveruna.
Hérna eru svo nokkrar myndir: http://www.flickr.com/photos/siggidori/sets/72157594562760059/

Music, photos and everyday life + dash of random stuff.
Síðan þurfti að fylgjast með móður og barni í sírita (monitor) í drjúgan tíma til að úr skugga um að allt væri með felldu.
Þegar þarna var komið við sögu fengum við að fara og fá okkur í gogginn, við kíktum á Hornið og sjáum eftir því. Rándýr og lélegt. Ég pantaði mér eitthvað rjómapasta krap.. sem kostaði 2000 og ég var með meltingartruflanir og bakflæði í allan dag út af þessum viðbjóði. Svo reyndu þeir að selja mér DJÚS sem appelsínu safa... fyrir 360 kr.... get real!!
En... aftur upp á spítala. Nú tók við meiri mónitor og svo fórum við í ómskoðun þar sem barnið var mælt bak og fyrir og síðan í röntegenmyndatöku til að mæla grind móðurinnar. Við fengum að taka með heim eina röntgen myndina, þar sem barnið sést mjög vel. Stórskemmtileg mynd.... vona að ég geti birt hana hér fljótlega.
Já og... kynið barnsins var svo endanlega opinberað í ómskoðuninni........
STRÁKUR .... á leiðinni! :-)
Svo var farið yfir mælingarnar og staðan metin. Líklegast látum við reyna á eðlilega fæðingu. Svo verður bara gripið inn í ef þurfa þykir. En þetta skýrist nú betur fljótlega.
Þannig að við vorum á spítalanum frá 09:30-16:00, komum dauðþreytt heim og fengum okkur lúr. Svo rumskaði ég til að fara á æfingu með Mönnum Ársins.
Jeps... nóg að gera. Talandi um... þá var ég að spila í Söngkeppni M.S. í gær sem var ansi vel framkvæmd. Bandið gott og stemming. Smá stress fyrir sándtékkið/rennslið þar sem mæðraskoðunin var akkúrat rétt fyrir og bjóst ég jafnvel við á tímabili að þurfa
að beila á pakkanum. En það fór allt vel.