...tók ég daginn nett snemma og settist niður með kollegum mínum niðrí FÍH. Þar fór fram árlegt "Fjórða svæðisþing tónlistarskóla fyrir Suðurland, Suðurnes og höfuðborgarsvæðið"
Dagskráin var þannig:
9.15 Setning: Sigurður Sævarsson skólastjóri Nýja tónlistarskólans og
formaður STÍR, Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík.
Tónlistaratriði.
9.30 Umræður um reynsluna af Prófanefnd tónlistarskóla
Framsöguerindi flytja:
Kristín Stefánsdóttir formaður og starfsmaður Prófanefndar og aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Kópavogs.
Haraldur Árni Haraldsson skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Fyrirspurnir og umræður – flytjendur framsöguerinda sitja í pallborði.
10.45 Kaffihlé
11.00 Kynning á nýju samstarfsverkefni um kennara- og skólastjóraskipti
á Norðurlöndum
Vilberg Viggósson, skólastjóri Tónskólans Do Re Mí, kynnir nýtt samstarfsverkefni á vegum NUMU, sem eru Norræn samtök tónlistaruppalenda,
um kennara og skólastjóraskipti á Norðurlöndum.
Fyrirspurnir.
11.20 Pælingar um sveigjanleika og fjölbreytni í tónlistarkennslu
Kennsla yngri barna – Tónlistarkennsla/kennslufræði fullorðinna
Einstaklingskennsla – Hópkennsla – Einstaklingsmiðað nám?
Framsöguerindi flytja:
Árni Sigurbjarnarson varaformaður Félags tónlistarskólakennara og skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur.
Jón Hrólfur Sigurjónsson tónlistarkennari og formaður skólamálanefndar Félags tónlistarskólakennara.
Þrír skólar kynna fyrirkomulag tónlistarkennslu á viðkomandi stað.
12.00 Hádegishlé
13.00 Frh. Pælingar um sveigjanleika og fjölbreytni í tónlistarkennslu
Umræður
14.30 Kaffihlé
15.00 Staðan í kjarasamningaviðræðum FT/FÍH og LN
Kynning: Björn Th. Árnason formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna og Sigrún Grendal formaður Félags tónlistarskólakennara.
Umræður.
16.00 Þingslit
Kíkti síðan niðrí bæ í plötubúðir (keypti ekkert) og fór í klippingu hjá Jolla. Þetta líka fína veður til að spóka sig.
Síðan bara chill ... !
22. sep. 2006
21. sep. 2006
20. sep. 2006
je je je
Allir hressir og allt gott að frétta.
Salat og kjúlli í matinn... og af gefnu tilefni...
Kjúklingurinn sjálfur.. Anthony Jackson á bassa!
Salat og kjúlli í matinn... og af gefnu tilefni...
Kjúklingurinn sjálfur.. Anthony Jackson á bassa!
14. sep. 2006
13. sep. 2006
Sérhver dagur er núðla.
Jæja, þá er kennslan komin á fulla ferð. Er að kenna í Reykjanesbæ og í Mosfellsbæ líkt og í fyrra. 24 nemendur + tvö samspil. Nóg að gera.
3. sep. 2006
Rockstar Supernova
2. sep. 2006
27. ágú. 2006
23. ágú. 2006
21. ágú. 2006
18. ágú. 2006
16. ágú. 2006
Seinasti dagur í sumarfríi......
kennarafundir á morgunn, svo undirbúningur næstu daga. Kennsla á fullu í næstu viku .. jei!
14. ágú. 2006
Mitt, svæði, mitt hljóð.
Mér hefur ekki tekist að logga mig inn á Myspace síðan fyrir nokkrum dögum síðan og er það súrt.
En þar er auglýst gigg þann 16. ágúst (næsta miðvikudag) á Pravda. Þeir tónleikar falla niður, því miður.
Góðar stundir.
En þar er auglýst gigg þann 16. ágúst (næsta miðvikudag) á Pravda. Þeir tónleikar falla niður, því miður.
Góðar stundir.
10. ágú. 2006
Rúbíkó

Hljómsveitin Rúbíkó spilaði jómfrúar tónleika sína um síðastliðna helgi. Nett stemming og fólk í fíling.
Meðlimir Rúbíkó eru:
Hrund Ósk Árnadóttir - söngur.
Egill Antonsson - hljómborð.
Birgir Baldursson - trommur.
Sigurdór Guðmundsson - rafbassi.
Birkir Rafn Gíslason - gítar.
Eðvarð Lárusson leysti þó Birki af í þetta skiptið.
Rúbíkó verður næst með tónleika á Hressó þann 25. ágúst.

9. ágú. 2006
Útkeyrður eftir hringavitleysu...
Ég keyrði hringveginn um helgina. Lagði af stað 13:15 á sunnudag og kom heim um kl. 14:00 á þriðjudag. Gisti á Djúpavogi og Hólum í Hjaltadal. Sice og Signe frænka hennar voru aðalástæða ferðarinnar. Sjá landið og svona... Skoðuðum fossa og jökla, heiðar og hálendi. 1500 km frá föstudegi fram á þriðjudag. Hressandi..? Fer eftir því hvernig maður lítur á það.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Um mig / about me

- Siggidóri
- Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,