Kvefið leiðinlega gerðist ágengara um helgina og lagði mig í bólið. Þannig að það var fátt annað að gera en að dunda sér heima (lesist ekki dúndra Cher ...!). Tókst samt að kíkja á Kaffi Kúltúre á föstudagskveldið.
Annars hristi ég þessa hressilegu kjúlla uppskrift fram úr heilahvelinu um helgina.
Efni:
4 kjúklingabringur
2-3 hvítlaukar (já heilir ...!)
STÓRT engiferstykki
Smá appelsínusafi (ferskur eða Trópí)
Ólífuolía
Pipar
Salt
2 RAUÐAR paprikur
Zucchini (kúrbítur) (meðal stórt)
Sveppir (ekkert of margir, 5-10 eftir stærð)
1 Laukur
Rauður Chilli (sæmilega stór)
Kókosmjólk (1 dós)
Garam Masal (kryddblanda frá Rajan)
Karry Madras (
Pottagaldrar)
Einn kjúklingateningur (soðteningur)
Aðferð:
Laukurinn er mýktur í olíunni, bringurnar skornar niður og létt steiktar, kryddað með salti og pipar.
Hvítlaukurinn, engiferinn og chillinn er sett í blender/mixer ásamt smá appelsínusafa og jafnvel smá olíu og maukað í hel.
Maukinu er svo hellt yfir kjúllann á pönnunni, látið krauma og kryddað með Garam Masal (kryddblanda frá Rajan), Karry Madras (Pottagaldrar), eftir fíling en amk 1 msk af hvoru! Grænmetið er skorið niður og sett útá pönnuna og látið krauma, einn kjúklingateningur settur útí. Einni dós af kókosmjólk bætt út í að endingu, látið krauma uns þetta lítur sæmilega út!
Meðlæti t.d. Hrísgrjón eða pasta, salat og hvítlauksbrauð og falleg kona!
Verði ykkur að góðu.
Setjið spurningar og athugasemdir í kommentakerfið!