Skrifaði ég undir pappíra (nokkrir eftir samt). Fór í ræktina. Fræddist um og grófst fyrir um tengsl fjölskyldu Ásu Bjarna. við Brúarlands/Hrafnkelsstaða hluta minnar familíu. Heilmikill samgangur þar á milli. Æfði mig og skrifaði upp hluta af bassalínu.
Talandi um samgang og samstarf þessara fjölskyldna...! Þá kom Ása mér skemmtilega á óvart í gær. Hún FRAMKVÆMDI nokkuð sem ég hef verið að spá í svona öðru hvoru í smá tíma. Ekki hef ég minnst einu orði um þessar vangaveltur mínar við nokkurn mann. Ekki fann ég neinn flöt á þessum pælingum mínum, reyndi svo sem ekkert sérstaklega kannski heldur. En Ása virðist hafa fengið hugrenningar mínar beint í æð.
Hún kynnti fyrir mér frumsaminn texta eftir sjálfan sig sem hún samdi við lagið mitt You Turn.
Magnað!
Það hefur svo sem jaðrað við "kúlmissi" vegna þess. ;-)
Spurning um að telja í fljótlega og sjá hvernig virkar.
Heyra má 2 útgáfur af laginu á netinu.
You Turn - upptaka frá burtfarartónleikum mínum í fyrra vor.
You Turn - Upptaka með Amalgam frá ágúst í fyrra.