Nú það er helst í fréttum að Sice er komin til landsins. Hún fer að Hólum sennilega næsta mánudag. Tíminn þangað til verður notaður í heimsóknir og ferðalög. Annars er það bara vinnan, en hlustunarverkefnið klárast á morgun, a.m.k. skráningar hlutinn. Einhver eftirvinnsla er líkleg.
Ég veit ekki betur en að Ragga Gröndal og Svarta Kaffið sé að spila á Búðarkletti í Borgarnesi á föstudagskvöldið (16. júlí). Þannig að við skötuhjúin kíkjum örugglega þangað.
Nemlig!!