5. maí 2006

Allt gott bara ... en þú?

Lífið gengur sinn vana gang........ vanaða gang.

Fór á tónleikana hans Bibba um daginn, massafínir. Kíkti á NASA með Kidda, Matta og Steina á eftir, Vorblót í gangi. Petter Winnberg var geyspahvetjandi, þannig að ég og Mattinn lögðumst í spjall.

Annars bara vinna, vinna , vinna + æfa smá. Maí er súr tími fyrir tónlistarkennara. Nemendur virðast sumir hverjir ansi sambandslausir við umheiminn. Próf, ferðalög, hinn skólinn búinn ... óendanlegar afsakanir.. ég vona að árs-/stigprófin verði sómasamleg.

Já sumarið ... alveg að bresta á með sumri með humri. Búlgaría handan við hornið. Búinn að sjá uppkastið af dagskránni. Þetta verður eðal.


Shalom!