2. feb. 2006

Fnykur yfir hæðir.........

Heppnin var með mér í dag, en ég náði mér í tvo boðsmiða á tónleika Stórsveitar Reykjavíkur sem spilaði á tónleikum á NASA.

Stjórnandi og höfundur allrar tónlistar á þessum tónleikum er Samúel Jón Samúelsson sem er ef til vill betur þekktur sem Sammi úr Jagúar.

Var þetta hin prýðilegasta skemmtun!