Sérlega "pródukctívur" morgun.
Hófst á æfingu/djammi með sérlega fínum hópi manna.
Írski gítarleikarinn Simon Jermyn hóaði í mannskapinn og töldum við í nokkur af hans lögum, einn sálm og frjálsan spuna. Ásamt okkur tveimur voru Eiríkur Orri Ólafsson á trompet og Scott McLemore á trommur.
Músíkin var mér að skapi. Skemmtileg grúfandi/rokkandi með mikið af free spuna.
Fór í klippingu til Jolla og útréttingar í Tónastöðinni.
Svo bara kennsla og stuð.
Er farinn í pizzu og ædol hjá sys...!
Hej!