Við hjúin höfum verið í manískum íbúðaskoðunarham seinustu daga og kveld. Skoðað á netinu og keyrt um hverfi á kvöldin. Í dag fórum við og kíktum á þessar íbúðir:
3ja herbergja 83,7fm íbúð í litlu fjölbýli
og
3JA HERBERGJA ÍBÚÐ Í TEIGAHVERFI.
Sú fyrri kemur nú frekar til greina. En á morgun verður svo kíkt á helling í viðbót.