Árlegt Þorrablót föðurfjölskyldunnar var haldið á laugardaginn. Mætingin var ágæt, en það virðist samt vera sem svo að sumir reyni alltaf að mæta, meðan aðrir láta sleggju ráða kasti, nú svo og hinir sem maður sér aldrei. En þetta var fínt, róleg stemming, maturinn fínn og farið í leiki (sumir þó of skátalegir fyrir minn smekk).
Hákar og brennivín, túkall.