10. des. 2004

Vel heppnuð hurð.

Þá hefur The Doors Tribute Band lokið keppni í bili. Húsfyllir var í gærkvöldi á Gauk á Stöng. Stemmingin gríðarlega góð og bandið í dúndur formi (þó ég segi sjálfur frá). Sérlega skemmtilegt og velheppnað. Gaman að fá að spila með þessum eðal snillingum.



Það var svo mikið rokk að strengirnir í bassanum eru komnir á grafarbakkan, þrátt fyrir að hafa verið settir í á þriðjudagskvöldið. Ú je!