21. des. 2004

Stóridómur - Jólaplatan Stúfur

Þetta má lesa á Hugi.is:

Toppless Latino Fever stekkur eins og skrattinn úr sauðaleggnum með þriðja lag skífunnar. Túlkun þeirra á Göngum við í kringum er hress og léttjözzuð með sveittu ragtime píanóí. Minnir mann á dönsk jól eins og þau gerast best með kryddsíld og rúgbrauði og fær mann ósjálfrátt til að smella með fingrum. Hressleikinn er í fyrirrúmi og enginn verður svikinn af því að ganga í kringum jólatréið við undirleik Toppless Latino Fever.
Sérstaklega ber að geta frábærs píanóleiks og yfirmáta hress trompetts.

Lesa meira

Trompet eða básuna ... hehe .. ekki svo naujið er það?