Nú síðan ég bloggaði seinast hefur tími minn að mestu verið tileinkaður
túr kvintettsins um landið og ferðalögum þeim sem fylgdu óhjákvæmileg. Við tókum reyndar smá skorpu eftir Húsavíkur giggið og kíktum t.a.m. í Ásbyrgi, á Dettifoss og Námaskarð. Einnig fórum við í hvalaskoðun, sem var athyglisvert, því ég upplifði mína fyrstu sjóveiki. Súrt. Svo eyddum við einum og hálfum degi við (prufu) upptökur á nokkrum lögum. Mæting á tónleikana var dræm úti á landi en ágæt hér í Reykjavík. En þetta var mjög gaman allt saman, frá A-Ö.