Fór að fara aftur í ræktina í þessari viku. Finnst mér alltaf vera að byrja og taka pásur (sökum anna), en nú ætti ég að geta tekið á því í mánuð og rúmlega það.
Við Kristmundur höfum sett sjálfa okkur í latin æfingabúðir og erum við að fara í gegnum bókina "Funkifying the Clave: Afro-Cuban Grooves for Bass & Drums" Besta mál og barasta gaman!
Svo eru ýmsar aðrar pælingar, varðandi önnur verkefni, á byrjunarstigi.
Eitthvað hef ég verið að reyna að sparka í rassgatið á mér til þess að semja meira... er aðeins að skríða í gang.
Nokkur tími hefur farið í að undirbúa fyrir hlustunardjobbið hjá FÍH. Við hefjumst handa (og eyrna...!) á mánudagsmorgunn, eldsnemma.... jæks..!
Annars býst ég við því að vera heima um helgina, semja, æfa mig, fara í pottana, eitthvað þannig.
X