Ályktun Heimdallar um tónlistarsjóð
20.1.2004 Stjórn Heimdallar
Heimdallur hvetur menntamálaráðherra til að láta af fyrirætlunum sínum um stofnun tónlistarsjóðs. Heimdallur treystir íslenskum tónlistarmönnum til að standa á eigin fótum án aðstoðar hins opinbera, til dæmis með sölu á verkum sínum og stuðningi einkaaðila. Sjóðir með opinberu fé til úthlutunar eru nú þegar allt of margir og fjöldi slíkra sjóða til hinna ýmsu listgreina réttlætir ekki stofnun sérstaks tónlistarsjóðs. Ekki er hægt að vísa til ranglætis og þannig réttlæta enn meira ranglæti. Skattgreiðendur eru fullfærir um að styðja tónlistarmenn með beinum og milliliðalausum hætti, án aðstoðar stjórnmálamanna.