Blessað og gleðilegt árið og takk fyrir ellismellinn 2003 allir saman...!!!
Maður er nú aldeilis bara búinn að vera að hafa það gott. Hangið í Reykjavík í snjósköflum og klaka... kíkt í laugarnar. Við rúlluðum upp í Borgarnes til foreldra minna að kvöldi 30. des. Í gær (31. des) eftir ferð í heitu pottana, tók karl faðir minn okkur Sice (fyrst og fremst þó fyrir hana) í útsýnis-/skoðunarferð um Borgarfjarðarhérað. Hann varð að fara í einhverskonar mælingar-/eftirlitsferð, þannig að við skröltum með. Snjór út um allt og frábært veður. Stemming góð.
Svo var bara matur, rauðvín sjónvarp og flugeldar..... meira sjónvarp, rauðvín og ostar.