31. ágú. 2004

Hresst!

Hjálmar á Rás 2 og Grand Rokk seinasta föstudag: HRESST. Hljóð og myndir koma síðar.

James Brown á laugardagskvöldið: HRESST. Hljóð og myndir koma síðar.

Ég í dag: Kvefaður, merkilega hress bara!

27. ágú. 2004

Kristinn Snær Agnarsson trommari. www.snerill.com

Palli á RÚV og Kiddi gítarleikari.

Hjálmar í hljóðveri 12 á Rás 2.

Leyni-bassaleikarinn.

Örugglega fallegasti reggae trommari á Íslandi...!!

Jamm og jamm og jú.

Fór í stuttan verslunar leiðangur í Kringluna. Keypti bol, peysu og Kill Bill 2 á DVD.

Var svo að eins að rifja upp lögin þeirra Hjálma manna. Hljómsveitin Hjálmar mun spila í Popplandi Rásar 2 í dag föstudag og á Grand Rokk um kvöldið. Ég býst við góðri stemmingu líkt og áður á Hjálma samkomu.

Svo var Kill Bill maraþon hjá Söndru. Ég kom í seinni hálfleik til að sjá þá síðari. Flott ræma líkt og sú fyrri þó ólík sé. Það virðist vera galli í DVD diskunum með Kill Bill myndinni frá Skífunni. Vantar hreinlega bara nokkrar mínútur í myndina, um miðbik hennar. Flestir í hópnum höfðu séð hana í bíó og tóku eftir þessu. Maður hefði aldrei fattað þetta sjálfur, hafandi ekki séð hana áður. Við vorum með tvo diska og báðir hrjáðir af sama galla. Minn er þó enn óopnaður.

Hvernig væri að chilla við smá reggí t.d. Burning and Looting - Bob Marley.mp3

og ... Kinky reggae - Bob Marley.mp3

og að sjálfsögðu James Brown slagari til að koma öllum í stuð .. ú je!!
Soul Power.mp3

25. ágú. 2004

Miðvikudagur

Fyrsti kennsludagur hjá mér í dag á þessari önn. Fór vel af stað. Ekkert ofbeldi. Sem er sjaldan launaliður kálfa.

Annars bara chill.

Sem minnir mig á það að þessi ágæti cd sem ég á með James Brown, "The CD of JB (Sex Machine and other soul classics)", var einn af svona sirka fimm diskum sem ég gjörsamlega djammaði með (as in play-a-long) í hel á upphafsárum mínum í bassafikti.

Snilld!

Styttist í James...!!!

Einn James á dag fram að tónleikum.

Menningarnótt í Reykjavík 2004

Best að pára eitthvað niður um hvað maður brasaði á Menningarnótt á laugardaginn var. Það fyrsta sem ég gerði var að koma mér niður á Grand Rokk til að æfa með eðal bandinu Hjálmar. Við renndum í gegnum dagskránna og stilltum svo upp fyrir utan Grand Rokk þar sem við spiluðum í grillveislu. Stuð og stemming góð.

Meira að segja foreldrar mínir og bróðir kíktu á okkur.

Við hjúin fórum síðan á Grænan Kost og mettum okkur. Snilld að venju! Síðan röltum við niðrí bæ til að skoða okkur um. Fengum okkur kaffi á Kaffitár. Horfðum á Jagúar grúfa af sér rassgatið að venju. Síðan var þörf á orku fyllingu. Hressingarskálinn var innan seilingar, þar biðum við í 20 mínútur til að geta pantað okkur Swiss Mokka og Kakó, bara til að láta staffið segja okkur að það væri búið loka vélinni. CRAP! Ekki var skárra á Kaffi París. Okkur tókst þó að lokum að fá það sem við vildum á Kaffibrennslunni, en samt eftir að þjónustustúlkan hafði spurt okkur tvisvar. Steikt!

Síðan þeystum við niður á hafnarbakka og sáum Egó spila slagarana sína. Stuð.

OG flugeldasýningin.

Svo komum við okkur upp á Grand Rokk þar sem ég spilaði með reggí gaurunum í Hjálmum. Kofinn var nokkuð pakkaður, stemmingin góð, bandið gott, mikill sviti og gleði.

Ekki slæmt.
Svo var pakkað saman og farið heim að sofa.

Matur og myndir.

Fór ásamt Sice í hressandi matarteiti á föstudaginn. Látum myndirnar tala sínu máli.

19. ágú. 2004

Og aftur tónleikar!



Fórum á tónleika með Tríóið Ómars Guðjónssonar í gærkveldi.
Auk Ómars gítarleikara voru þeir Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Þorvaldur Þór Þorvaldsson á trommur. Tríóið var að mestu leyti að spila velkunnuga húsganga. Eitt lag eftir Ómar og annað eftir Jón Múla flaut með. Nálgun þeirra á standardana var mjög skemmtileg og oftar en ekki kom Kurt Rosenwinkel í hugann. Einnig var gaman að sjá Togga og Dodda spila. Hef ekki séð þá í nokkurn tíma, sérstaklega þykir mér Þorgrímur hafa vaxið sem spilari, og þeir allir svo sem. Nokkuð var um latin áhrif og auðheyrt að Toggi hefur verið að tékka á clave pakkanum, reyndar aðalega í nokkrum laglínum sem það var hvað skýrast!
Nice job guys!! ;)


Fredrik Norén

Skellti mér á Fredrik Norén Band á Hótel Borg um daginn.
Kvintetinn skipa:

Peter Fredman á altó sax
Nils Janson trompet
Martin Höper bassa
Jonas Östholm á píanó
Fredrik Norén á trommur.

Félagarnir spiluðu hard bop, með smá nýlegheitum og skandínavisma inn á milli, en hard bop var þetta. Fínir spilarar allir. Alltof lítið heyrðist í bassa og píanói. Fredrik er einnig nánast laus við alla dýnamík. Það var bara sama blastið allt kvöldið. Ágætir tónleikar, en ég bjóst samt við meiru. Þetta var ekkert að kveikja neitt voðalega í manni.

18. ágú. 2004

já .. nú hérna sko... Já.. Reykjavík 218 ára.

Andskotans blogg leti í manni.

Fór á Þingvelli um seinust helgi. Langt síðan maður hefur kíkt þangað. Þurfti að sýna útlendingnum (sem er reyndar komin með íslenska kennitölu og bankareikning!!!) Fengum okkur rándýra súkkulaðiköku á Hótel Valhöll og gengum út um allt. Gerðum heiðarlega tilraun til að hitta fólk í útilegu og grilla með því. Nánar um það hér og hér og hér.



Svo er Tónlistarskólinn í Reykjanesbæ að hefja vetrarstarf sitt. Þannig að maður hefur verið að sitja fundi og fyrirlestra. Fór t.d á fyrirlestur um líkamsbeitingu hljóðfæraleikara og söngvara. Athyglisvert. Gunnhildur Ottósdóttir hjá MT-Stöðinni sagði okkur frá ýmsu í þeim efnum. Hún er mér nú ekki ókunnug þar sem ég, sem og margir FÍH meðlimir, hef leitað til hennar til að fá unnið á mínum vandamálum.

Menningarnótt Reykjavíkur nálgast sem óð fluga væri. Ég fékk neyðarkall fyrr í dag. Reggí bandið Hjálmar vantar bassalega aðstoð á laugardaginn. Kíkti á æfingu með þeim í dag. Gekk fínt barasta held ég. Önnur æfing á morgun. Ég hef verið n.k. "closet reggí fan" í mörg ár...!

Hjálmar verða að spila á Grand Rokk á Menningarnótt. Tjekk it out.

Finnst ykkur ekki bensínverðið orðið rugl. Þetta hlýtur að klárast því að... "Only So Much Oil In The Ground" - Tower Of Power - Urban Renewal (1974) MP3
Funky shit.. Rocco Prestia að brilla á bassann!

13. ágú. 2004

No One Here Gets Out Alive!

Skellti mér á Doors tribute tónleikana á Gauk á Stöng. Barasta stórfínt og stemming góð. Hiti og sviti. Bandið þétt og gott, ég bjóst svo sem ekki við neinu öðru.

Jim hefur sjálfsagt bara legið kyrr!

12. ágú. 2004

Dagurinn í dag.

Vaknaði frekar seint í dag. Böðlaðist í ræktina. Hef verið að koma mér í gang þar aftur eftir smá hlé sökum anna. Allt á réttri leið.
Svo er að koma sér upp æfinga rútínu á bassann. Tók smá skorpu í dag með því að spila með og pikka upp "Black Market" (Weather Report) bassalínuna . Tja eða basslínuna .. ég var nú eiginlega bara að setja blá intróið í smásjá með Transcribe!, og gott ef það er ekki bara Zawinul að riffa. Anywho gott groove og flott stuff sem gaman er að spila.

Fingur mínir eru enn ansi ljótir eftir túrinn og törnina í kringum hann.




Veit ekki afhverju mér dettur ET í hug!?!

Svo er pælingin að kíkja á Doors tribute á Gauk á Stöng í kvöld!

10. ágú. 2004

Sá soldið eftir því að hafa ekki farið á Metallica....

....en komst fljótt yfir það...!


En sniðugir kallar, góð þjónusta fyrir aðdáendur.. allir græða !!

Will the heat record be broken today?? ... We officially have a "heatwave" in Iceland.

Já það er heit á lötum í dag og öllum hinum. Hiti í 28,3 gráður í Árnesi við Þjórsá í dag. Farið að ylja undir hitametinu (pun intended).

Gönguferð á Hestfjall í Andakíl.

Farið var í hina árlegu gönguferð systkina föður míns um seinustu helgi. Hópurinn (15-20 manns) tók stefnuna á hið 221 metra háa Hestfjall í Andakíl. Tiltölulega greiðfær gönguleið sem hentar öllum. Fátt bar til tíðinda á fjallinu. Útsýnið var gott og verðið líka. Svo fórum við í Skorradalinn og átum nestið okkar. Að því loknu var ákveðið að keyra aðeins inn dalinn, sem er ekki í frásögur færandi. En svo var annað hvort að snúa til baka eða fara hringinn í kringum vatnið. Þeir sem voru á fólksbílum sneru við, en jepparnir héldu áfram. Til að gera langa sögu stutta, þá var þessi áætlaða stutta leið mjög löng. Vegurinn var hreinlega ansi ógreiðfær. Mjög grýttur slóði á köflum og drullupyttir sem þurfti að krækja fyrir til að festast ekki í þeim. En þetta hafðist á endanum. Tók hópinn u.þ.b. 3 tíma að fara þessar torfærur. Það má með sanni segja að jeppa eign ættingja minna hafi hér með verið réttlætt. Svo fórum við heim til Dóra föðurbróður og grilluðum. Langur og góður dagur með smá torfæru ævintýri.

9. ágú. 2004

Recipes anyone?

Uppskriftavefurinn GEIMSKONSUR hefur litið dagsins ljós.. ú je .. happy cooking!

long time no blog...

Nú síðan ég bloggaði seinast hefur tími minn að mestu verið tileinkaður túr kvintettsins um landið og ferðalögum þeim sem fylgdu óhjákvæmileg. Við tókum reyndar smá skorpu eftir Húsavíkur giggið og kíktum t.a.m. í Ásbyrgi, á Dettifoss og Námaskarð. Einnig fórum við í hvalaskoðun, sem var athyglisvert, því ég upplifði mína fyrstu sjóveiki. Súrt. Svo eyddum við einum og hálfum degi við (prufu) upptökur á nokkrum lögum. Mæting á tónleikana var dræm úti á landi en ágæt hér í Reykjavík. En þetta var mjög gaman allt saman, frá A-Ö.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker